Auglýsing

Ragga Nagli lætur einkaþjálfara heyra það – „Þarna er drengstaulinn að smána líkama hennar“

Hún Ragga Nagli skrifaði Facebook færsluna hér fyrir neðan fyrir helgi og hitti þar naglann á höfuðið, eins og svo oft áður með færslunum sínum.

Við gefum Röggu orðið:

Gleðilegan föstudag allir… nema þjálfarinn í ræktinni sem líkamssmánaði skjólstæðing sinn í morgun.

Konugreyið lá á gólfinu að gera þríhöfðaréttur með geiflum og grettum í síðustu endurtekningunum.

SHIITTT hvað þetta er erfitt…. gubbaðist út þegar hún stóð upp.

Þá kleip félaginn í húðflygsu aftan á handlegg konunnar og hristi.

„Þú verður að þjást ef þú vilt losna við þetta hér“

Þarna er drengstaulinn að smána líkama hannar og senda konunni skilaboð um að hún sé ekki nógu góð eins og hún er núna.

Búa til óöryggi.
Búa til líkamshatur.
Búa til lágt sjálfsmat.
Búa til óheilbrigt samband við æfingar.

Gefa „ekki-nógunni“ nægan eldivið til að tendra gamlársbrennu í sálinni.

Af hverju ekki að beina athyglinni frekar á frammistöðuna.
Af hverju ekki að fókusa frekar á styrkinn.
Af hverju ekki að tala um tækni og bætingar.
Af hverju ekki að varpa ljósi á aukaverkanir hreyfingar.

Betri svefn. Betri húð. Meiri orka. Betra kynlíf. Minni kvíði.

„Það er eðlilegt að þetta sé óþægilegt, en það er utan þægindarammans sem bætingarnar gerast.“

„Í næstu viku verður þetta ekki eins erfitt því þá verðurðu orðin sterkari.“

Þú hvetur ekki fólk til að hugsa vel um líkama sinn með því að kenna þeim að hata hann.

Útlitstengdir hvatar eru eins og hland í skó. Skammvinnur vermir.

Það gæti yljað þér til að byrja með á fyrstu vikunum en með tímanum verður hlandið orðið ískalt. Því á ísköldum febrúarmorgni þegar hríðin lemur rúðuna þá er þríhöfðahúð ekki að fara að koma þér fram úr.

Að æfa því við viljum hugsa sem allra best um líkamann
Ekki af því hann sé ekki nógu góður.
Að æfa því við elskum líkamann og viljum heiðra þörf hans fyrir hreyfingu.
Ekki af því við hötum líkamann og ÞURFUM að hamast til að verða minni og mjórri.

Að æfa af því við viljum verða sterkari, betri og taka pláss í heiminum.
Ekki af því við þurfum að brenna hitaeiningum til að taka minna pláss.

Þá erum við að reka löngutöng á báðum höndum framan í svona spaða sem maka krókinn ef við erum óörugg og ósátt með líkamann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing