Auglýsing

„Fanturinn er alls staðar.“—Hljómsveitin Quest gefur út lagið Fanturinn

Fréttir

Síðastliðinn föstudag (28. júní) gaf íslenska hljómsveitin Quest út lagið Fanturinn (sjá hér að neðan). 

 

Fanturinn hljóðritaði sveitin sjálf—í útlegð í Fljótshlíðinni—og var hljóðblöndun í höndum Þórðar G. Þorvaldssonar og sá Bassi Ólafsson um að hljómjafna. Quest hefur verið iðinn við kolann í hljóðverinu undanfarna mánuði að taka upp og semja nýja tónlist. 

Í fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins segir að finna megi fantinn hvarvetna í samfélaginu:

„,Fanturinn’ er alls staðar í samfélaginu—frá misvel heppnuðum glæpamönnum yfir í leiðtoga hins frjálsa heims. Hann er stéttlaus og við þekkjum hann öll. Hann er kúnninn sem hellir sér yfir óbreyttan og valdalausan starfsmanninn, hann er nágranninn sem er með stöðug ólæti. Hann er sá sem leggur í einelti en telur sig sjálfan vera fórnalambið. Hegðun Fantsins er þó aðeins hróp á hjálp því fantarnir eiga það allir sameiginlegt að þrá ekki bara athygli, ást og umhyggju heldur einnig að einhver setjist niður með þeim og hlusti raunverulega á hvað þeir hafa að segja.

– Quest

Quest skipa þeir Grétar Mar Sigurðsson (söngur), Bjarni Svanur Friðsteinsson (gítar), Árni Guðjónsson (bassi/hljóðgervlar) og Hreiðar Már Árnason (trommur). Sveitin—sem spilar „Nostalgíu-popp“—hefur áður gefið út stuttskífuna Gala (2015).

Að lokum má þess einnig geta að Quest gaf út myndband við lagið Hin Fegursta Rós í fyrra.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing