Auglýsing

Jóhann Jóhannsson í nýjasta þætti Song Exploder

Song Exploder er eitt skemmtilegasta hlaðvarpið í dag. Í þættinum fær framleiðandi þáttarins, Hrishikesh Hirway, þekkta tónlistarmenn í heimsókn til sín til þess að ræða eitt tiltekið lag: tónlistarmennirnir taka lögin sín í sundur, rás fyrir rás, og leiða hlustendur í gegnum ferlið ásamt því að kynna hugmyndina á bakvið lagið.

Nýjasta þáttur Song Exploder (þáttur númer 89) fór í loftið í dag og skartar engum öðrum en Jóhanni Jóhannssyni. Í þættinum ræðir hann lagið Heptabod B sem hljómar í kvikmyndinni Arrival eftir leikstjórann Denis Villleneuve (þetta er í þriðja skiptið sem Jóhann og Villeneuve starfa saman). Þátturinn er hluti af sérstakri kvikmyndaseríu Song Exploder þar sem Hrishikesh Hiway einblínir á lög sem eiga, að hans mati, skilið að vinna Óskarinn.

Meistaraleg hljóðvinnsla og fagmannleg hljóðklipping gerir Song Exploder að framúrskarandi þætti. Frá því að þátturinn fór í loftið í byrjun janúar 2014 hefur Hrishikesh Hirway fengið frábæra gesti til sín, gesti á borð við Grimes, Weezer, Kelela, RJD2, Chet Faker – og Björk; í desember í fyrra ræddi í slenska söngkonan lagið Stonemilker sem er að finna á plötunni Vulnicura. Mælir SKE sérstaklega með þeim þætti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing