Síðastliðið föstudagskvöld hituðu umsjónarmenn útvarpsþáttarins Kronik upp fyrir tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík með því að fá tónlistarfólkið Svölu Björgvinsdóttur (Blissful) og Lexi Picasso í heimsókn (sjá hér að ofan).
Ásamt því að ræða Sónar Reykjavík spjölluðu þau einnig um samstarfið en líkt og fram kemur í viðtalinu leggja þau nú lokahönd á nýtt lag sem þau sömdu í sameiningu – og er stefnan tekin á útgáfu meira efnis í framtíðinni.
Aðspurð hvernig samstarfið kom til sagði Svala að þetta hafi gerst, líkt og flest annað í okkar nútímaheimi, með aðstoð internetsins:
„Ég var búin að vera aðdáandi tónlistar hans frá því að ég heyrði hana fyrst, fyrir um það bil ári síðan. Svo minnir mig að (Lexi) hafi sett athugasemd við eitthvað á Instagram hjá mér og að ég hafi svarað til baka og tjáð aðdáun mína. Síðan höfum við talað saman á Instagram. Í kjölfarið sendi (Lexi) mér takt og við náðum ótrúlega vel saman.“
– Svala Björgvinsdóttir
Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á lög eftir tvíeykið Blissful—sem samanstendur af Svölu Björgvinsdóttur og Einari Egilssyni—ásamt plötuna Lexi Picasso á SoundCloud eftir rapparann Lexi Picasso.