Grínistinn Dave Chapelle stýrði hinum vinsæla grín- og skemmtiþætti Saturday Night Live í gær, en þátturinn er, eins og nafnið gefur til kynna, ávallt í beinni útsendingu. Jafnframt er SNL einn langlífasti þáttur í bandarískri sjónvarpssögu; hann fór í loftið 11. október 1975.
Þátturinn markaði ekki aðeins endurkomu grínistans í sjónvarpið, en Chappelle hefur haft sig lítið í frammi frá 2007 (Dave Chappelle sló í gegn með þættinum Chappelle Show á árunum 2003-2006), heldur var þetta einnig fyrsti þáttur SNL frá því að Donald Trump var kjörinn forseti.
Chappelle byrjaði þáttinn með tíu mínútna löngu uppistandi þar sem hann tók fyrir það helsta úr bandarísku samfélagi: forsetakosningarnar, Black Lives Matter, dauða górillunar Harambe, Colin Kaepernick, o.fl.
Dave Chappelle endaði uppistandið með því að senda Donald Trump skilaboð.