Íslenskt
Næstkomandi föstudag ætlar tvíeykið JóiPé & Króli að gefa út plötuna GerviGlingur. Platan inniheldur meðal annars lagið B.O.B.A. en myndband við lagið rataði á Youtube í dag (sjá hér fyrir ofan).
Lagið hefst á kunnuglegu sampli frá því að Bubbi Morthens mismælti sig við lýsingu á hnefaleikum í beinni útsendingu (ca. 0:04):
„Þetta var algjör bomba! Segi og skrifa: B.O.B.A. Boooomba!“
– Bubbi Morthens
Jafnframt byggist viðkvæði lagsins á fyrrnefndri setningu Bubba:
B.O.B.A. /
Það er bomba /
Fíla ekki góðar píur /
Bara vondar /
Lagið pródúseraði Þormóður Eiríksson en hann sá einnig um hljóðblöndun og masteringu lagsins í samstarfi við $tarra. Myndbandinu leikstýrði Hlynur Hólm Hauksson.
Hér fyrir neðan má svo sjá myndband af heimsókn tvíeykisins í útvarpsþáttinn Kronik.