Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona sendi frá sér ofangreint myndband í gær þar sem hann lýsir yfir áhuga sínum á því að verða næsti landsliðsþjálfari Englands í fótbolta.
Eins og heyra má í myndbandinu þá telur Eric Cantona að hann sé eini rétti maðurinn í starfið og rökstyður hann mál sitt með nokkrum góðum punktum, meðal annars með því að vísa í tap Englands gegn Íslandi.
„Ég, Eric Cantona, næsti landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, lofa að tapa aldrei á móti lítilli, frosinni eyju, þar sem markmaðurinn er kvikmyndaleikstjóri og aðstoðarþjálfarinn er tannlæknir í hlutastarfi.
– Eric Cantona
Meðal annarra loforða sem Cantona strengir er að banna Harry Kane að taka aukaspyrnur, að gagnrýna aldrei Wayne Rooney (nema að hann fari frá Manchester United) og að gefa eftir viðurnefnið „kóngurinn“ (the king) og sætta sig við titilinn „stjórinn“ (the boss) í staðinn.