Auglýsing

bandarískur höfundur ber saman heilbrigðisþjónustuna á Íslandi við þjónustuna í Bandaríkjunum

Fréttir

Vefsíðan www.themarysue.com titlar sig sem leiðarvísi að alheiminum fyrir kvennörda („geek girls guide to the universe“) og lætur sig allt það sem við kemur femínisma og kvenfrelsi varða. 

Nánar: https://www.themarysue.com/america-iceland-women-compare-health-care-twitter/

Í morgun (5. júní) birti blaðakonan Chelsea Steiner grein á síðunni undir yfirskriftinni Bandarískar og íslenskar konur deila reynslusögum af heilbrigðisþjónustunni á Twitter—og munurinn er sláandi. Í grein sinni segir hún að þó það sé löngu vitað að bandaríska heilbrigðiskerfið sé í grundvallaratriðum brostið þá velta eflaust margir því fyrir sér hvernig betra kerfi líti út. Vísar Steiner þá í nokkur tíst eftir bandaríska vísindaskáldsagnahöfundinn Mary Robinette Kowal þar sem hún ber saman íslenska heilbrigðiskerfið við hið bandaríska (sjá hér að neðan):

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á ofangreind tíst. Býsna lífleg umræða skapaðist í athugasemdakerfi Twitter þar sem einn Íslendingur notandi (The Corrections Dept) viðurkennir að þó svo að íslenska heilbrigðiskerfið sé langt frá því að vera fullkomið eigi starfsfólk Krabbameinsfélagsins mikla þökk skilið.

Nánar: https://twitter.com/MaryRobinette/status/1135684850067918850?ref_src=twsrc%5Etfw

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing