Auglýsing

Nýtt og eldheitt frá BLKPRTY: „FYAH“

Í grein sem birtist á SKE.is fyrir stutttu fjallaði höfundur um framúrskarandi íslenska taktsmiði. Meðal þeirra sem komust á blað var tvíeykið BLKPRTY (Þorbjörn Einar og Bjarki Hallbergsson) en nýverið pródúseraði dúettið lögin Reppa heiminn fyrir Reykjavíkurdætur og Trap Out eftir Kilo, meðal annars.

Í dag (1. september) gaf BLKPRTY út myndband við lagið Fyah (sjá hér fyrir ofan) en myndbandið framleiddi Þorbjörn Einar sjálfur. Í samtali við SKE í morgun var Þorbjörn Einar skorinorður:

„Lagið heitir FYAH og er gefið út af Alda Music. Meira efni er væntanlegt frá BLKPRTY ásamt samstarfi við íslenska tónlistarmenn.“

– Þorbjörn Einar

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband við lagið Trap Out eftir Kilo ásamt myndbandi af flutningi Reykjavíkurdætra á laginu Reppa heiminn í útvarpsþættinum Kronik.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing