Auglýsing

Draumkenndar landslagsmyndir af Íslandi

Ljósmyndarinn Sophie le Roux var viðmælandi Charlotte Harding hjá vefsíðunni British Journal of Photography í gær. Í viðtalinu ræddi Sophie nýjasta verkefnið sitt, Sludge World, þar sem hún heimsækir afskekkta staði í Evrópu í leit að „hinu ókunnuga í því kunnuga og þeim töfrum sem fyrirfinnast oft á tíðum í hnignandi fyrirbærum.“ Nýjasta sería Sludge World var tekin á Íslandi:

„Ein af uppáhalds bókunum mínum þegar ég var yngri var ljósmyndabók frá Íslandi sem ég fann á götunni í göngutúr með móður minni. Bókin innihélt svo margar dásamlegar myndir af Íslandi (flestar myndirnar voru teknar að ofan, og það voru margar myndir af kindum). Mér þykir svo vænt um þessa bók; ég tek hana með mér hvert sem ég fer. Ég hafði alltaf heitið því að ferðast til Íslands um leið og færi gafst. Ég fór loksins, í síðasta mánuði, og gat þá tekið mínar eigin myndir.“

– Sophie le Roux

Nánar: https://www.bjp-online.com/2016/11/sophie-le-rouxs-…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing