Í grein sem birtist á Ske.is fyrir stuttu fjallaði pistlahöfundur um þá eiginleika íslensks rapps árið 2017 sem eru hvað mest heillandi.
Einn þeirra eiginleika var afturhvarf fyrirbærisins „the posse cut“ (þar sem þrír eða fleiri rapparar leiða hesta sína saman í einu og sama laginu, t.d. Joey Cypher, Kadillak Draumar, Gella Megamix o.s.frv.).
Nánar: https://ske.is/grein/what-we-lo…
Í þessu samhengi ríkir sérstök ánægja yfir útgáfu myndbandsins við lagið Watch Me (sjá hér fyrir ofan) þar sem Countess Malaise, Black Pox og Prince Fendi (Geisha Cartel) koma saman (að vísu sér Fendi einvörðungu um viðlagið).
Í samtali við SKE í dag sagði Countess Malaise að hlustendur mættu vænta þess að fleiri lög frá sér og Black Pox yrðu gefin út á næstunni:
„Ég og Black Pox höfum verið að ,vibe-a’ í hljóðverinu hjá Geisha Cartel og Beige Boys. Lagið kom þannig til að Prince Fendi sýndi okkur þennan takt og við hoppuðum beint á hann. Ekki flókið. Við höfum unnið mikið saman í sumar og mega hlustendur búast við meira efni á næstunni. Myndbandið var jafn spontant og lagið þvi það var ekkert skipulagt fyrirfram: „World Star Hip Hop vibes hella’ raw.““
– Countess Malaise
Myndbandinu leikstýrði Stella Björt Gunnarsdóttir og sá Prince Fendi um bítið.