Hlaðvarpið Song of the Day frá útvarpsstöðinni KEXP kemur út á hverjum virkum degi í því augnamiði að kynna hlustendum fyrir góðri tónlist.
Lag dagsins í gær var Mjóddin eftir íslensku hljómsveitina Moses Hightower en lagið er að finna á þriðju plötu sveitarinnar, Fjallaloft, sem kom út í sumar.
Nánar: https://blog.kexp.org/2017/08/2…
Í grein um þáttinn sem birtist á vefsíðu útvarpsstöðvarinnar kemur fram að umsjónarmenn þáttarins elski Ísland – og ekki að ástæðulausu:
„Á hverju ári fer tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fram í Reykjavík þar sem okkur gefst kostur á að kynnast helling af nýjum og frábærum íslenskum listamönnum. Einn af hápunktum hátíðarinnar árið 2013 var hljómsveitin Moses Hightower en um ræðir kvartett frá Reykjavík sem heillaði gesti upp úr skónum …“
– Gabe Pollak
Fer blaðamaður jafnframt fögrum orðum um plötuna Fjallaloft og segir að Mjóddin minni helst á plötuna Voodoo eftir tónlistarmanninn D’Angelo.
Gríptu heyrnartólin, tengdu hátalarana, eða gerðu það sem þú þarft að gera til þess að undirbúa þig: Moses Hightower eru mættir.
– Gabe Pollak
Að lokum má þess geta að Moses Hightower fagnar útgáfu plötunnar Fjallaloft næstkomandi 22. september í Háskólabíó.
Nánar: https://tix.is/is/event/4454/m…
Hér er svo myndband af tónleikum hljómsveitarinnar á Iceland Airwaves í fyrra (á KEX Hostel).