Auglýsing

Tottenham og Leicester sýna Ragga Sig áhuga

Tottenham og Leicester eru meðal nokkurra enskra liða sem hafa áhuga á Ragnari Sigurðssyni ef marka má frétt The Guardian í morgun, en eftir frammistöðu hans með íslensku landsliðinu í 16-liða úrslitum á EM, þurfa þau víst að keppast við tvö önnur þýsk lið.

Ragnar Sigurðsson, sem er samningsbundinn rússneska liðinu Krasnodar fram til sumarsins 2018, hefur verið stjarna íslenska liðsins í Frakklandi og var kosinn maður leiksins í 2-1 sigri Íslands á Englandi á mánudaginn eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið og stýrði vörn Íslands af mikilli hetjudáð.

Frammistaða hans hefur vakið athygli nokkurra evrópskra félagsliða og hafa Schalke og Wolfsburg nú þegar haft samband við ráðamenn Krasnodar til þess að spyrjast fyrir um hinn 30 ára gamla varnarmenn. Svo virðist sem Ragnar Sigurðsson, sem kemur til með að kosta eitthvað í kringum €5m, langi helst til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og hafa lið á borð við Tottenham og Leicester nú þegar haft samband við fulltrúa Ragnars. Liverpool og önnur ónefnd félagslið hafa einnig sýnt honum áhuga.

Claudio Ranieri leitast nú eftir því að styrkja vörn Leicester fyrir jómfrúarsiglingu liðsins inn í Meistaradeild Evrópu, en Spánverjinn Luis Hernández er á leiðinni frá Sportin Gijón til Leicester í byrjun júlí og varnarsinnaði miðjumaðurinn Nampalys Mendy mun einnig ganga til liðs við Leicester í sumar. Sérfræðingar Tottenham telja Ragnar Sigurðsson geta orðið að fínum varamanna fyrir varnarmennina Toby Alderweireld og Jan Vertonghen, en Austurríkismaðurinn Kevin Wimmer er, eins og staðan er í dag, eini varamaðurinn sem hefur náð vissum þroska.

Ragnar Sigurðsson byrjaði ferilinn hjá Fylki en fór frá Íslandi tvítugur. Hann spilaði fleiri en 100 leiki á fjórum árum hjá IFK Gothenburg, áður en hann fór til Copenhagen árið 2011. Ragnar skrifaði svo undir samning hjá Krasnodar árið 2014 fyrir um £3m og hefur Krasnodar tekið þátt í Evrópudeildinni síðustu tvö tímabil. Krasnodar datt út í 32 liða úrslitum gegn Sparta Prague á síðasta tímabili.

Lesa má frétt Guardian í heild sinni hér:

https://www.theguardian.com/football/2016/jun/29/t…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing