Auglýsing

Niðurlútur Roy Hodgson á blaðamannafundi

Það var þungt yfir fyrrum landsliðsþjálfara Englands, Roy Hodgson, á blaðamannafundi enska landsliðsin í kvöld, en eins og frægt er orðið tapaði England 2-1 gegn Íslandi á sunnudaginn og hefur þessi ósigur jafnframt verið titlaður sem „versti ósigur enska landsliðsins frá upphafi.“

Eftir leikinn sagði Hodgson starfi sínu lausu og er nú leitinn að nýjum þjálfara hafin.

Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Hodgson var hvort að hann sæi eftir einhverju tilteknu fyrir leikinn. Hodgson sagði að það væri of snemmt að segja, en bætti svo við að „Ísland hafi að öllum líkindum verið betra liðið á vellinum.“

Hann bað svo ensku aðdáendur afsökunar; sem þjálfari liðsins væri það nauðsynlegt fyrir hann að axla ábyrgð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing