Á vefsíðunni www.goal .com í dag er að finna athyglisverða grein eftir blaðamanninn Kris Voakes. Titill greinarinner er „Davíð og Golíat: 10 stórar staðreyndir sem aðgreina England og Ísland.“ Geymir greinin eftirfarandi orð:
Þetta er Davíð á móti Golíat: hugrakki smáfiskurinn gegn mæta risanum. En það er vert að benda á eitt í viðleitni Íslands til þess að sigra England í 16-liða úrslitum í Nice í kvöld, líkt og að Wayne Rooney benti á, á blaðamannafundi um helgina: „Íslendingarnir tefla fram jafn mörgum leikmönnum og við þannig að þetta er sanngjarn leikur frá því sjónarhorni.“
Þó svo að fyrirliði enska landsliðsins hafi rétt fyrir sér hvað það varðar, þá eru nokkrir aðrir þættir sem gera leikinn á Allianz Riviera í kvöld að einum af ójöfnustu leikjum í sögu alþjóðaknattspyrnu:
ÍBÚAFJÖLDI
ÍSLAND: 332,259
ENGLAND: 54,316,600
Af öllum þeim staðreyndum sem spekingar vitna gjarnan í þegar það kemur að landsliði Íslands er íbúafjöldi sennilega sú vinsælasta, en Englendingar eru 163 sinnum fleiri en Íslendingar. Það er einnig vert að benda á að höfuðborg Englands, Lúndunir, er talsvert fjölmennari en Ísland og það sama á við borgir á borð við Leicester og Sunderland.
HITASTIG
ÍSLAND: 7 – 1.9 CELSÍUS
ENGLAND: 15.2 – 7.5 CELSÍUS
Eitt af ókostum Englands er slæmt veðurfar, ef marka má kvartanir Breta – en veðrið á Englandi verður að teljast fremur gott miðað við það sem Íslendingar mega þola.
VERG LANDSFRAMLEIÐSLA:
ÍSLAND: 17,036 MILLJARÐA DOLLARA
ENGLAND: 2,849 TRILLJÓNIR DOLLARA
Sem hluti af Hinu sameinaða konungsríki Stóra Bretlands og Norður Írlands er England eitt af mikilvægustu ríkjum Evrópu (í efnahagslegum skilningi) á meðan Ísland verður að teljast lítilvægt land í samanburði. Sama hvaða afleiðingar Brexit kemur til með að hafa á England, þá eru allar líkur á því að England standi Íslandi talsvert framar í efnahaglsegum skilningi um ókomin ár.
HERLIÐ (EFTIR FJÖLDA EINSTAKLINGA)
ÍSLAND: 0
ENGLAND: 242,910
Þorskastríðin tvö (árin1958 og 1976) á milli landhelgisgæslu Íslands og nokkurra breskra herskipa er síðasta stríð sem Ísland hefur heyið. Jafnvel þó að landhelgisgæsla Íslands sé eina vörn Íslands þá er enginn her á Íslandi á meðan herafli Bretlands telur nánast fjórðung milljóna manna.
„Ég held að Þorskastríðin séu einu tilfellin þegar Ísland fór í stríð,“ sagði einn af þjálfurum íslenska landsliðsins, Heimir Hallgrímsson á sunnudaginn. „Við erum alltof fámenn og við myndum tapa strax. Landsliðsmennirnir okkar eru hermennirnir okkar.“
VIRKIR FÓTBOLTAMENN
ÍSLAND: 32,408
ENGLAND: 4,164,110
Íslenska landsliðið í fótbolta er kannski álitinn her en heildarforði íslenskra knattspyrnumanna er talsvert fámennari en heildarforði Englands.
Samkvæmt tölfræði FIFA eru 32,408 virkir knattspyrnumenn á Íslandi (þar með taldir skráðir og óskráðir leikmenn). Til samanburðar eru fleiri en fjórir milljónir fótboltamenn á Englandi.
FJÖLDI FÓTBOLTALIÐA Í DEILDINNI
ÍSLAND: 73 LIÐ (Í 5 DEILDUM)
ENGLAND: 7,152 (Í 23 DEILDUM)
England hefur löngum státað sig af umfangsmikilli samkeppni hvað knattspyrnu varðar. Heildarfjöldi fótboltaliða í deildum Englands er erfitt að toppa. Fleiri en 7,000 lið taka þátt í 23 deildum Englands frá fyrstu deild til tíundu deildar, þar sem lið annað hvort fara upp um deild eða falla.
Til samanburðar eru einvörðungu 73 lið í öllum deildum íslensks fótbolta.
VIRÐI LEIKMANNA Í EFSTU DEILD
ÍSLAND: 13,18 MILLJÓNIR DOLLARA
ENGLAND: 3,39 BILLJARÐA DOLLARA
Þorstinn í enskan fótbolta er svo mikill að úrvalsdeild enskrar knattspyrnu er langt um ríkasta samkeppni heims og vex með ári hverju. Jafnvel áður en nýju innlendu sjónvarpsréttindin eru reiknuð með inn í dæmið (taka gildi á 2016-2017 tímabilinu) er virði leikmanna í ensku úrvalsdeildinni metið á 3.5 billjónir dollara að mati TransferMarket.
Í samanburði er heildarvirði íslenskra leikmanna í efstu deildinni aðeins 13.18 milljónir dollara. Alan Shearer var seldur frá Blackburn Rovers til Newcastle fyrir meiri pening – fyrir 20 árum síðan.
FJÖLDI SKIPTA SEM FÉLAGSLIÐ HAFA TEKIÐ ÞÁTT Í MEISTARADEILD EVRÓPU
ÍSLAND: 0
ENGLAND: 74
Á næsta tímabili verður Leicester tíunda enska liðið til þess að taka þátt í Meistaradeildinni frá því að keppnin var stofnuð árið 1993. Félagslið í ensku úrvalsdeildinni hafa spilað í Meistaradeildinni í samtals 74 skipti.
Ekkert íslenskt lið hefur keppt í Meistaradeildinni.
FJÖLDI LANDSLIÐSSIGRA
ÍSLAND: 121
ENGLAND: 545
Íslenska landsliðið hefur sigrað 121 sinnum á alþjóðavettvangi (vinaleikir þar með taldnir) og af þessum 121 sigrum hafa 23 sigrar komið á móti Færeyjum.
England hefur sigrað 545 landsleiki og hefur sigur á móti Wales verið hvað algengastur (67 sigrar). Leikurinn í kvöld verður 93. leikur enska landsliðsins á stórmóti (liðið hefur sigrað 36 sinnum á stórmótum). Ísland hefur sigrað einu sinni í fyrstu þremur leikjum sínum á EM.
ELDFJÖLL
ÍSLAND: 1
ENGLAND: 0
En það er þó eitt sem Ísland hefur framyfir England – og það er fjöldi eldfjalla. Síðast þegar Ísland vakti jafn mikla athygli á alþjóðavísu var þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. Eyjafjallajökull er eitt af 30 virkum eldfjöllum á Íslandi en það eru 130 eldfjöll á Íslandi samtals.
Það eru engin eldfjöll í Englandi.