Auglýsing

GDRN flytur ábreiðu af laginu „Dúfan mín“ eftir Loga Pedro

Lagið Dúfan mín eftir Loga Pedro og Birni hefur notið mikilla vinsælda frá því að það kom út í lok janúar. 

Á streymisveitunni Spotify, til dæmis, er lagið spilað rúmlega 5.000 sinnum á dag – sem þykir nokkuð gott – og situr það því, í þessum rituðu orðum, í fjórða sæti Spotify yfir vinsælustu lög Íslands. 

Það má einnig segja að Dúfan mín hafi verið í ákveðnu uppáhaldi hjá starfsmönnum SKE en nýverið fengum við söngkonuna GDRN til okkar til þess að flytja ábreiðu af laginu (sjá hér að ofan).

Útkoman er hreint út sagt dásamleg. Líkt og ritað er í bókinni Sögur og ljóð eftir bóheminn Ástu Sigurðardóttur: „Það er eitthvað við þig … þú ert sjaldgæf týpa, dúfan mín.“ 

Hér fyrir neðan eru svo fleiri lög eftir GDRN.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing