Næstkomandi 8. september kemur platan Icebreaker út á vegum Agatone Music en um ræðir „fyrstu alíslensku jungle og dnb safnplötuna sem gefin er út hér á landi,“ segir Róbert Kraciuk einn af aðstandendum verkefnisins.
„Platan inniheldur 12 lög frá þekktum nöfnum innan senunnar og má þar helst nefna Futuregrapher, Muted, Subminimal, RK, Tranquil, Balatron, Orang Volante og Raychem. Platan verður fáanleg í öllum helstu plötubúðum Reykjavíkur frá og með 8. september næstkomandi en á sama degi munum við fagna útgáfunnar með tónleikum á Húrra.“
– Robert Kraciuk
Áhugasamir geta hlýtt á Icebreaker á heimasíðu Agatone en platan rataði inn á vefsíðu útgáfufyrirtækisisn síðastliðinn 7. ágúst:
https://agatonerecords.bandcam…
Hér er svo lagið Vaper’s Theme eftir Balatron sem er að finna á plötunni.