Í ársbyrjun 2017 tók SKE saman brot af eftirminnilegustu rapplínum ársins 2016:
https://ske.is/grein/eftirminni…
Fyrir stuttu kíkti gullbarkinn og leikarinn Arnar Jónsson – stundum kallaður hinn íslenski Morgan Freeman – í hljóðver SKE og las upp nokkrar rímur á oft á tíðum mjög dramatískan máta (sjá hér fyrir ofan); óhætt er að segja að flutningur Arnars veiti fyrrnefndum rímum ákveðna vigt.
Best þótti SKE innlifun leikarans við upplestur á rímum eftir Herra Hnetusmjör:
„God damn, hvað ég er svalur!
God damn, hvað ég er svalur!
Hver hafði haldið að Kópavogsdrengur /
Með gleraugu og bumbu
Yrði svona kaldur? / “– Herra Hnetusmjör
Athuga að í næstu viku mun SKE senda frá sér seinni hluta myndbandsins efst á síðunni.