Auglýsing

Ný stikla úr væntanlegri heimildarmynd um Leonard Cohen og Marianne Ihlen

Fréttir

Heimildarmynd um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen er væntanleg í sumar (sjá stiklu hér að ofan). Myndin—sem ber titilinn Marianne & Leonard: Words of Love—var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni fyrr í ár. 

Myndinni leikstýrði Nick Broomfield (Kurt & Courtney, Whitney: Can I Be Me) og mun hún rata í kvikmyndahús næstkomandi 5. júlí. 

Marianne Ihlen er oft nefnd músa („muse“) Leonard Cohen en skáldið söng t.a.m. til hennar í laginu So long, Marianne sem er löngu orðið sígilt (sjá hér að neðan). Eins og fram kemur í stiklunni kynntust Cohen og Marianne árið 1960 á grísku eyjunni Hydra og lifðu sannkölluðu bóhemlífi þar, þ.e.a.s. þangað til að Cohen sló í gegn á síðari hluta áratugarins, sem var upphafið að endalokunum. Marianne andaðist í júlí 2016 og Cohen í nóvember á sama ári. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing