Þann 21. mars síðastliðinn birti vefsíðan Petrolicious myndband þar sem Íslendingurinn Bjartur Guðmundsson rúntar um landið í gömlum MGB GT (sjá hér fyrir ofan). Áhorf myndbandsins telur rúmlega 30.000 „views“ og hefur það vakið mikla lukku á meðal fylgjenda síðunnar, ef marka má athugasemdir manna fyrir neðan myndbandið.
Petrolicious sérhæfir sig í því að framleiða hágæða, frumleg myndbönd sem eru sérsniðin að áhugamönnum um fornbíla.
Í myndbandinu segir Bjartur að hann og bróður sinni verji sérhverju mánudagskvöldi í bílskúrnum saman að gera upp bílana sína. Einnig ræðir hann ást sína á bílnum:
„Hann er hávær, lyktar af bensíni og reyk, en það er eitt af einkennum bílsins: hann er hávær svo að þú mátt ekki hugsa þegar þú keyrir bílinn. Þú getur það ekki. Þú verður bara að keyra.“
– Bjartur Guðmundsson
Petrolicious hefur áður gefið út tvö myndbönd sem tekin voru upp á Íslandi (sjá hér fyrir neðan):