Eitt sinn sagði landsþekktur lögmaður að aldurinn væri afstæður. Ernestine Shepherd er sennilega sammála þessum ummælum, en hún er á níræðisaldri og í hörkuformi.
Ernestine Shepherd fæddist 16. júní 1936 í Baltimore. Hún byrjaði ekki að æfa fyrr en hún var 56 ára gömul. Síðan þá hefur hún sigrað í tveimur vaxtarræktarkeppnum og árið 2010 var hún titluð elsta vaxtarræktarkona heims í heimsmetabók Guinness.
Sjálf segir hún að lykillinn að góðri heilsu sé sjálfsagi, einbeitning og gamla góða vinnusemin. Hún vaknar klukkan þrjú á hverjum morgni og hleypur um 130 kílómetra í hverri viku. Hún borðar aðallega egg, kjúkling og grænmeti og drekkur þar að auki mikið vatn.
Það er mikilvægt að gefast aldrei upp, segir hún.