Hin heimsþekkta plötusnælda og plötuútgefandi, Nina Kraviz, stendur fyrir трип (Trip) partýi á Íslandi þann 1. júlí næstkomandi. Einungis 300 miðar verða seldir í þetta einstaka partý sem verður haldið í ótilgreindum helli einhvers staðar á Suðurlandinu. Dagskráin er einnig hulin dulúð en fyrir glögga aðdáendur plötuútgáfunnar má gera sér leik að geta til í eyðurnar. Partýið var haldið í fyrra í svipuðum dúr en þar spiluðu Nina Kraviz, Bjarki og Exos sem báðir eru á útgáfu Ninu Kraviz. Sjö rútur munu fara frá Reykjavík um hádegisbil þann 1. júlí með partýþyrsta gesti. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu ResidentAdvisor.net. (ATH. rútufargjald, fram og tilbaka, er innifalið í miðaverðinu).
Hér er myndskeið frá partýi sem Nina Kraviz hélt í fyrra við Kleifarvatn, þar sem Blawan, Nina Kraviz, Bjarki og Exos spiluðu við mikinn fögnuð.