Youtube rásin The ACNE Channel var stofnuð árið 2009 og státar sig af rúmum 200.00 áskrifendum.
Rásinni stýrir Bandaríkjakonan Daisy Jing en markmið hennar er að benda fólki sem glímir við andlitsbólur á ákjósanlegar fegrunarvörur.
Nýverið ferðaðist Daisy til Íslands og birti í kjölfar myndband frá heimsókn sinni á Youtube. Ekki var hún sérstaklega ánægð með landið og þá aðallega sökum þess að Ísland er dýrt og maturinn vondur (ca 01:15):
„Í hreinskilni sagt þá er þetta ekki besti staðurinn aðallega vegna þess að hér er allt svo dýrt og maturinn virkilega vondur … á Íslandi er ekkert að borða nema brauð, reykt kjöt, ostur og samlokur.“
– Daisy Jing
Um miðbik myndbandsins (ca. 02:20) segir Daisy frá ferð sinni í íslenska matvöruverslun og kvartar yfir því að ekkert grænmeti sé að finna á Íslandi; buðu Íslendingar ekki upp á neitt nema skinku, bragðlaust kex, nokkrar möndlur og appelsínusafa:
Að lokum furðar Daisy sig á því hvers vegna Íslendingar séu ekki feitari en raun ber vitni:
„Það kemur á óvart að Íslendingar séu ekki virkilega feitir. Þeir eru bara frekar venjulegir að vexti … Ísland er allt í lagi, það er bara mjög dýrt land og ekki svo undravert að mínu mati; þetta er svolítið eins og Minnesota.“
– Daisy Jing