Auglýsing

Bandarískur byltingarsinni veldur óvart usla á Twitter

Síðastliðinn föstudagsmorgun hugðist Twitter-notandinn BALTIMORE NHENT (@ENT_NH) gera vel við sig; það viðraði vel til iðjuleysis og var hann í ofanálag búinn að útvega sér ólöglegt eintak af ofurhetjumyndinni Black Panther: 

Áður en kvikmyndin hófst deildi hann nokkrum glöggum athugasemdum með fylgjendum sínum á Twitter – líkt og fyrr um daginn – en viðbrögðin voru því miður og oftast nær af skornum skammti (9 tíst, 1 like):

Viðurkenndi hann fyrir sjálfum sér að hann væri ekki sérlega spenntur fyrir umræddri kvikmynd, þar sem hún væri vart nógu byltingarkennd fyrir eigin smekk:

Enn fremur fannst honum – sem þessi mikli byltingarsinni – að kvikmynd sem byggðist á teiknimyndasögu myndi tæpast duga til að leysa kúgaðan almúgann úr ánauð:

Eftir að hafa áttað sig á því, stuttu síðar, að hann hafi líklega – og af algjöru gáleysi– játað opinberlega að hafa gerst sekur um ólöglegt niðurhal fannst honum réttast að réttlæta það fyrir sjálfum sér og öðrum; í raun væru allir þeir sem stunduðu ólöglega dreifingu ekkert nema athafnamenn:

Loks kveikti BALTIMORE NHENT á kvikmyndinni Black Panther en ekki var langt um liðið þegar honum fannst nóg komið: Hvers vegna gerðist myndin í hinu uppdiktaða afríska ríki Wakanda? Væri ekki réttara að fjalla um hina stórfenglegu sögu Afríku í raun?

Með þessari vandfýsni sinni varð hann fljótt að athlægi annarra Twitter-notenda.

Líkt og má sjá hér fyrir ofan fékk BALTIMORE NHENT yfir sig holskeflu af retorískum spurningum:

Hvers vegna var kvikmyndin Thor ekki sannsöguleg heimildarmynd um Víkinga?

Af hverju dró kvikmyndin Guardians of the Galaxy ekki upp nákvæma mynd af Vetrarbrautinni?

Hvers vegna gerðist Captain America: Civil War ekki árið 1863?

Af hverju var Köngulóarmaðurinn ekki leikinn af alvöru áttfætlu?

Hremmingar BALTIMORE NHENT urðu til þess að tístið hans rataði á vefsíðuna Reddit í dag og þá undir yfirskriftinni Óvopnaður maður myrtur af fjórum morðingjum.

Nánar: https://www.reddit.com/r/MurderedByWords/comments/7ysnqt/unarmed_man_murdered_by_4_killers/

Síðan þá hefur BALTIMORE NHENT aðeins dregið í land.

Hvað sem því líður hefur Black Panther notið mikilla vinsælda og þá sérstaklega fyrir tónlistina sem hljómar í kvikmyndinni. Hér fyrir neðan má heyra brot af því besta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing