Í gær voru akkúrat tvö ár liðin frá því að tvíeykið vinsæla Run the Jewels gaf út aðra plötu sína RTJ2 (Run the Jewels 2). Í tilefni þessi sendi sveitin frá sér lagið Talk To Me (sjá hlekk hér fyrir ofan) en lagið verður að finna á plötunni Run the Jewels 3. Hljómsveitin frumflutti lagið á Coachella hátíðinni í apríl en þá hét lagið reyndar Scenes.
Lagið er gefið út í samstarfi við dagskrárgerðarfyrirtækið Adult Swim sem í maí á þessu ári fór af stað með sérstaka útgáfuherferð sem nefnist Adult Swim Singles þar sem fyrirtækið gefur út eitt lag á viku, án endurgjalds, eftir þekkta listamenn á borð við Flying Lotus, Vince Staples, Earl Sweatshirt o.fl.
Ekki er vitað hvenær Run the Jewels 3 muni formlega líta dagsins ljós en í lok september tilkynnti rapparinn og pródúserinn El-P. (RTJ samanstendur af rapparanum og pródúsernum El-P. og rapparanum Killer Mike) að búið væri að hljóðrita plötuna. Run the Jewels gaf einnig nýverið út lagið Panther Like a Panther (I’m the Shit) en þó á óbeinan máta; lagið hljómaði í stiklu fyrir tölvuleikinn Gears of War 4 og óvíst er hvort að lagið verði að finna á nýju plötunni.