Auglýsing

„Væri líklegast sjúkraþjálfari.“ – Jökull svarar hraðaspurningum eftir Lollapalooza

Fréttir

Jökull Júlíusson – söngvari hljómsveitarinnar Kaleo – sat nýverið fyrir spurningum útvarpskonunnar DJ K-Lo frá Rhode Island (sjá hér fyrir ofan) eftir tónlistarhátíðina Lollapalooza sem fór fram í byrjun ágúst í Chicago. 

Aðspurður hvort að aðdáendur Kaleo mættu búast við nýrri tónlist frá hljómsveitinni á næstunni sagðist hann vonast eftir því að komast í hljóðverið í desember eða janúar. 

Um miðbik myndbandsins lagði K-Lo nokkrar hraðaspurningar fyrir Jökul og var hann meðal annars spurður út í það hvað hann væri að gera ef hann væri ekki tónlistarmaður (ca. 02:10); svarið kom spyrlinum svolítið á óvart.

„Ég væri líklegast sjúkraþjálfari … Áður en Kaleo komst á flug gældi ég við þessa hugmynd.“

– Jökull Júlíusson

Kaleo er á miklu flugi um þessar mundir en ásamt því að túra um Bandaríkin í lok ágúst og byrjun september hitar sveitin upp fyrir Rolling Stones í Austurríki í haust.

Nánar: https://www.ruv.is/frett/kaleo-…

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband frá dansaranum Rachael Lust þar sem hún leikur listir sínar með húlahoppgjörð við lagið No Good eftir Kaleo.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing