Auglýsing

Jay-Z þolir ekki Kanye West

Frá því að Kanye West opnaði sig um samband sitt og Jay-Z á tónleikum í Seattle fyrir stuttu hafa margir velt því fyrir sér hver skoðun Jay-Z er á þessum gamla vini sínum. Ef eitthvað er að marka vefsíðuna Page Six, þá er svarið hugsanlega fundið.

Slúðurtímaritið hefur það eftir heimildarmanni innan tónlistarbransans, sem þekkir kappana víst vel, að samband Kanye West og Jay-Z hafi aldrei verið eins fagurt og það var látið líta út í fjölmiðlum.

„Jay-Z þolir hann ekki,“ hefur Page Six eftir heimildarmanninum. „Að mati Jay-Z er hann bara ruglaður sérvitringur sem Jay-Z umber í litlum skömmtum. Kanye er kengruglaður. Það vita það allir.“

Enn fremur bætir fyrrnefndi og ónefndi heimildarmaður við að þessi mikli vinskapur sem virtist ríkja á milli rapparana á Watch The Throne túrnum árið 2012 hafi verið alger sýndarmennska. Jay-Z umbar West einvörðungu vegna þess hversu miklir peningar voru í húfi: „Jay-Z hugsaði, ég ætla rúlla þessu upp. Við túrum og hölum inn milljónum dollara. Ég læt mig hafa það.“

Nánar: https://pagesix.com/2016/10/20/jay-z-cant-stand-nut…

Síðastliðið miðvikudagskvöld kom Kanye West fram í Key Arena höllinni í Seattle og lét eftirfarandi ummæli falla við flutning lagsins Pop Style, sem jafnframt skartar rapparanum Drake. Þessi ummæli urðu til þess að margir byrjuðu að velta vöngum sínum yfir sambandi þessara tveggja stærstu rappara heims:

„Lof mér að segja ykkur svolítið. Watch the Throne 2 mun aldrei líta dagsins ljós. Viljið þið vita af hverju? Vegna þess að þetta er ástæðan fyrir því að ég var ekki fenginn til þess að rappa í laginu Pop Style. Astæðan er Hov (Jay-Z). Út af einhverju Tidal/Apple bulli. Þetta pirrar mig í hvert skipti sem ég flyt lagið. Þið fenguð ekki það sem við vildum gefa ykkur á laginu út af einhverju Tidal/Apple bulli. Þetta pirrar mig svo mikið. Í hvert skipti sem ég flyt lagið pæli ég i þessu. Ég hugsa um þessa pólitík og þetta bull. Ég gef mig allan í tónlistina, í listina, fyrir ykkur, aðdáendurnar – ég gef mig allan. Við vorum í stúdíóinu sama, ég og Jay-Z. Drake sendi okkur lagið. Ég byrjaði að ‘freestyle-a’ við lagið. Jay samdi nokkrar línur. Ég sagði við hann ,taktu þetta upp. Þetta kemur þeim á óvart. Hann (Drake) býst örugglega ekki við þér.’ Við sendum honum lagið. Og viðbrögð Drake voru ,Vó, The Throne er mætt!’ Svo hugsaði Jay-Z málið og til þess að sýna Meek Mill virðingu ákvað hann að segja sig úr laginu. Ég sagði við hann ,Ég skal tala við Drake, ég skal tala við Meek, ég skal tala við ykkur alla … fólkið verður að fá þetta lag!’ En svo fór þetta að snúast um eitthvað allt annað. Þetta fór að snúast um Tidal, pólitík, einhverjar prósentur. Ég höndla þetta ekki, maður! Börnin okkar hafa ekki einu sinni leikið sér saman. Spilaðu þetta helvíti.“

– Kanye West

Jay-Z hefur enn ekki brugðist við ummælum West opinberlega. Myndband frá tónleikum West í Seattle (þar sem hann lét ofangreind ummæli falla) má sjá hér fyrir neðan.

Nánar: https://www.complex.com/music/2016/10/jay-z-cant-st…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing