https://soundcloud.com/smjorvi…
Í gær (12. mars) sendi mosfellska tvíeykið Smjörvi og HRNNR frá sér lagið Mexicano á Soundcloud síðu sinni (sjá hlekk hér fyrir ofan).
Tvíeykið flutti lagið á Sónar hátíðinni um miðjan febrúar og vakti það mikla lukku hjá áhorfendum. Stuttu síðar, eða þann 25. febrúar, kíktu þeir félagar í útvarpsþáttinn Kronik og fluttu lagið Rúllum á bílum í beinni (sjá hér fyrir neðan).
Aðspurður út í hvað væri framundan hjá HRNNR og Smjörva svaraði hinn síðarnefndi skorinort:
„Taka yfir leikinn … þetta er ekki einu sinni spurning.“
– Smjörvi
Áhugasamir geta fylgst með HRNNRi og Smjörva hér:
https://soundcloud.com/smjorvi