Rapparinn Eminem kom öllum á óvart í dag þegar hann sendi frá sér nýtt lag á Twitter. Lagið ber titilinn Campaign Speech (kosningaræða) og í laginu tæklar hann málefni á borð við bandarísku forsetakosningarnar, samskipti kynþáttanna, dægurmenningu og fleira.
Erindi Eminem í laginu varir í yfir sjö mínútur og inniheldur tilvísanir í Trayvon Martin, George Zimmerman, Colin Kaepernick og Dylann Roof (árásarmanninn í Charlestown).
Í tilkynningu sinni á Twitter lét hann einnig aðdáendur sína vita að hann væri að vinna í nýrri plötu, en rapparinn hefur ekki gefið út hljóðversplötu frá því að Marshall Mathers LP 2 kom út árið 2013.
Don’t worry I’m working on an album! Here’s something meanwhile. https://t.co/QX3cdpqFD2
— Marshall Mathers (@Eminem) October 19, 2016
Ef marka má athugasemdakerfi Youtube þá virðast aðdáendur Eminem vera sérdeilis ánægðir með lagið:
„EM is on another level“
– John Smiths
„This ni$#a just rhymed the whole dictionary.“
– Leslie Dixon
King of rap! I thought he died.
– M ca