Auglýsing

nokkur góð „meme“ í tilefni tónleika Migos á miðvikudaginn

Erlent

Næstkomandi miðvikudag (16. ágúst) stígur þríeykið Migos á svið í Laugardalshöllinni. Upphitun verður í höndum XXX Rottweiler, CYBER og Joey Christ en einnig mun DJ SURA þeyta skífum áður en tónleikarnir hefjast. 

Nánar: https://tix.is/is/event/4166/m…

Hljómsveitin Migos samanstendur af röppurunum Offset, Quavo og Takeoff og var sveitin stofnuð árið 2009 í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Þríeykið gaf út fyrsta mixtape-ið sitt, Juug Season, árið 2011 og sló síðar í gegn með laginu Versace sem er að finna á mixtape-inu Y.R.N. (Yung Rich Niggas) sem kom út árið 2013. 

Vinsælasta lag sveitarinnar, hins vegar, er án efa Bad and Boujee sem kom út í lok október í fyrra og er að finna á annarri hljóðversplötu sveitarinnar, Culture. Lagið pródúseraði Metro Boomin og kemur rapparinn Lil Uzi Vert við sögu í laginu ásamt þeim Quavo og Offset. 

Eini meðlimur Migos sem á ekki erindi í laginu er Takeoff en sú staðreynd hefur vakið furðu margra aðdáenda Migos – þar á meðal plötusnúðsins DJ Akademiks sem er einn umsjónarmanna þáttarins Everyday Struggle; ekki munaði miklu að slagsmál brutust út eftir að DJ Akademiks forvitnaðist um þessa fjarveru Takeoff í Bad and Boujee í viðtali við Migos á rauða dreglinum á BET verðlaunahátíðinni í júní (sjá hér fyrir neðan).

Bad and Boujee naut mikilla vinsælda um leið og það kom út og má að hluta til rekja vinsældir lagsins til þeirra fjölmargra „meme-a“ sem fæddust í kjölfar útgáfunnar. Einnig má segja að ræða leikarans og tónlistarmannsins Donald Glover (Childish Gambino) á Golden Globe verðlaunahátíðinni í janúar hafi ýtt undir vinsældir lagsins; í ræðu sinni kallaði Glover lagið Bad and Boujee „eitt besta lag allra tíma.“

Í tilefni þess að þríeykið stígur á svið í Höllinni á miðvikudaginn tók SKE saman nokkur góð meme sem byggjast á Bad and Boujee

„Bad n Groovy FULL VERSION – Bad n Boujee, September Earth Wind & Fire + Migos – CS Remix

Ágætis „mashup“ af lögunum September eftir Earth, Wind & Fire og Bad and Boujee

Belle and Boujee – Migos Beauty and the Beast Parody (Nerdist Presents)

Bad and Boujee túlkað af söguhetjunni Belle úr Fríðu og dýrinu

Bad and Boujee Spoof (Ass and Dookie)

Bad and Boujee snúið upp í létt grín þar sem grínistinn Tutweezy gerir grín að andfýlu ónefnds aðila. 

Migos freestyles children’s book over Bad and Boujee beat [FULL FREESTYLE]

Migos lesa upp úr bókinni Llama, Llama, Red Pyjama við bítið Bad and Boujee á útvarpsstöðinni Power 106.

Gettin boujee wit itBad and Boujee x Superfreak (can’t touch this) *LIT MASHUP*

Tvö kómísk „mashup“ af lögunum Superfreak og Bad and Boujee

Bad and Boujee – Friends Version

Ross, Chandler og Joey dansa við Bad and Boujee

Jimmy Fallon, Migos & The Roots Sing „Bad and Boujee“ (w/ Office Supplies)

Migos, The Roots og Jimmy Fallon flytja Bad and Boujee á óhefðbundinn hátt.

Migos – Bad and Boujee but it’s only Lil Uzi Vert saying YAH YAH YAH the whole song

Rapparinn Lil Uzi Vert segir YAH YAH YAH í rúmar fimm mínútur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing