Auglýsing

Írsk íþróttasíða fjallar um Gumma Ben: „Þvílíkur maður.“

Í gær unnu liðsmenn Barcelona ótrúlegan sigur á PSG í Meistaradeildinni: 6-1, og komust þar með áfram í átta liða úrslit. 

Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson var einnig sigursæll, en segja má að hann hafi unnið hjörtu erlendra fótboltaaðdáanda í enn eitt skiptið með tilfinningaríkri lýsingu sinni á lokamínútum leiksins. 

Í dag birti írska íþróttasíðan Balls.ie grein um Gumma Ben undir yfirskriftinni 
„Íslenska lýsingin á marki Sergi Roberto var framúrskarandi að vanda.“

Í greininni stendur: 

„Við lærðum ýmislegt um Ísland á EM 2016, fyrst og fremst það að Íslendingar státa sig af einum ástríðufyllsta íþróttaþular heims … er Barcelona komst áfram gegn PSG á hreint út sagt ótrúlegan hátt, var okkar maður Guðmundur Benediktsson á vakt … missti hann sig gjörsamlega þegar Sergi Roberto skoraði sigurmarkið … augljóslega elskar maðurinn (Gummi Ben) bara góða fótboltasögu … við höfum saknað hans … þvílíkur maður.“

– Mikey Traynor

Hér fyrir neðan er hægt að sjá lýsingu Gumma Ben sem fylgdi grein Mikey Traynor á Balls.ie:

Greinin í heild sinni: https://www.balls.ie/football/…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing