Auglýsing

Sjáðu fyrstu stikluna úr væntanlegri heimildarmynd um D’Angelo: „Devil’s Pie“

Í gær (29. apríl) var fyrsta stiklan úr heimildarmyndinni Devil’s Pie birt á Youtube (sjá hér að ofan). Myndin var frumsýnd á Tribeca kvikmyndahátíðinni siðustu helgi og fjallar um fríið sem tónlistarmaðurinn D’Angelo tók í kjölfar útgáfu plötunnar Voodoo, sem kom út árið 2000. Eins og aðdáendur D’Angelo vita liðu 14 ár á milli útgáfu Voodoo og plötunnar Black Messiah. Á þessum 14 árum glímdi tónlistarmaðurinn við fíkn, lenti í bílslysi og jarðaði nána vini og fjölskyldumeðlimi. Heimildarmyndin, sem hin hollenska Carine Bijlsma leikstýrði, veitir innsýn inn í endurkomu D’Angelo árið 2014 þar sem áhorfendum gefst kostur að gægjast bak við tjöldin er tónlistarmaðurinn æfir fyrir Second Coming tónleikaferðalagið. Þá ræðir leikstjórinn við samstarfsfólk D’Angelo, þar á meðal hinn geðþekka Questlove (the Roots). Að svo stöddu hafa framleiðendur myndarinnar ekki tilkynnt útgáfudag Devil’s Pie.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing