Auglýsing

Sjávargrillið fær toppeinkunn

Sjávargrillið er skemmtilegur staður sem er jafnframt staðsettur á besta stað á Skólavörðustígnum. Staðurinn er mjög vinsæll og var þétt setinn á meðan við borðuðum. Þarna ríkir skemmtileg og kósí stemning og þjónustan er til fyrirmyndar.

Við leyfðum kokkunum að ráða ferðinni og sendu þeir okkur hvern dásemdarréttinn á fætur öðrum. Nautabrjóst og leturhumar var fullkomin tvenna sem startaði veislunni. Þar á eftir fylgdi sashimi diskur með djúpsteiktri hörpuskel og chilli; að okkar mati var þessi diskur sigurvegari kvöldsins. Grafinn lundi og reyktur skarfi var einnig skemmtilegur réttur sem var gaman að smakka. Svo var komið að aðalréttinum sem samanstóð af grilluðu lambainnralæri og lambaskanda með smælki, sellerírót og blöðrukáli. Þetta bráðnaði í munni og var eins og allt hitt – frábærlegt gott. Veislan var svo toppuð með desert sem samanstóð af smakki af öllum eftirréttum af seðlinum: Créme brúlée, rabbabarakaka með maranges og rjómaosti, hrært skyr og epli, ís og krapís, allt saman ein dásemd.

Við vorum í skýjunum með þessa kvöldstund og fær Sjávargrillið toppeinkunn frá okkur.

Orð: Aldís Ósk

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing