Auglýsing

Sage Francis segist hafa sterka tengingu við Ísland

Titill
lagsins Best of Times eftir bandaríska rapparann Sage Francis er
vísun í Charles Dickens, en breski höfundurinn hóf skáldsöguna
Tale of Two Cities með þessum orðum:

„It was the
best of times, it was the worst of times.

Þessi orð,
sem eru löngu orðin sígild í sögu bókmenntanna, fanga tvíeðli
lífsins vel; lífið er upp og niður, svart og hvítt, hamingja og
hryggð.

Lagið sjálft
sem er að finna á fjórðu hljóðversplötu
Francis, Li(f)e, sem kom út árið 2010
er í anda
tilvitnuninnar, en í stuttu máli fjallar lagið um þá mýtu að
menntaskólaárin séu besti tími í lífi mannsins. Ef kafað er
dýpra, hins vegar, má segja að lagið sé einhvers konar ljúfsárt
óður til lífsins. Ekki skemmir fyrir að franska tónskáldið
Yann Tiersen hafi samið tónlistina við lagið.

Það
eru ekki mörg lög sem hreyfa við manni í sérhvert skipti sem þau
hljóma

en The Best of Times er eitt af þeim lögum. Að mati blaðamanns er
lagið einhver besta blanda af bókmenntum og rappi sem fyrirfinnst.
Ástæðan fyrir því að þetta lag er blaðamanni hugleikið er sú að
Sage Francis spilar á Húrra 20. október. Francis, sem hefur komið fram á Íslandi nokkrum sinnum, mun koma fram ásamt góðum gestum, en þeir verða nafngreindir þegar nær dregur.

Nánar:
https://www.tix.is/is/event/3245/sage-francis/).

Í viðtali
við Fréttablaðið sem birtist á Vísi í morgun segist Sage
Francis hafa sterka tengingu við Ísland:

„Ég spilaði fyrst á Íslandi fyrir 16 árum og hef komið oft síðan. Ég hef sterka tengingu við Ísland af einhverjum ástæðum. Kannski eru það öll þessi fáránlega löngu orð í íslenska tungumálinu.“

– Sage Francis

Í tilefni tónleikana tók SKE saman fimm uppáhalds lögin sín eftir
þennan magnaða textahöfund og listamann:

1. Best of Times

2. Makeshift Patriot

3. Crack Pipes

4. Make Em Purr

5. Love The Lie

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing