Auglýsing

„Bind miklar vonir við Hauk H.“—Mínu blóði (myndband)

Á meðan hann lifði lét breski rithöfundurinn George Orwell eftirfarandi orð falla: „Sérhver kynslóð ímyndar sér að hún sé gáfaðri en sú kynslóð sem á undan fer—og vitrari en sú sem kemur á eftir.“

Hvað kynslóðaskipti í rapptónlist varða eru þetta, að öllum líkindum, orð að sönnu.

Í gær (9. apríl) stofnaði t.d. ónefndur notandi á Reddit til nýs þráðar á vefsíðunni  vinsælu þar sem lagið XII Vandamál eftir XXX Rottweiler var til umræðu. Laginu deildi hann undir yfirskriftinni „Þetta er bara svo gott. Leiðinlegt að íslenskt hip hop sé ekki svona í dag en það er bara mín skoðun.“

Nánar: https://www.reddit.com/r/Iceland/comments/bba75i/%C3%BEetta_er_bara_svo_gott_lei%C3%B0inlegt_a%C3%B0_%C3%ADslenskt_hip/

Í kjölfarið tóku aðrir netverjar í sama streng og barst þá rapparinn Haukur H til tals—en svo virðist sem margur sé á því að hann eigi framtíðina fyrir sér: „Ég bind miklar vonir við Hauk H,“ ritaði einn. 

Umræðin fylgir í kjölfar útgáfu myndbandsins við lagið Mínu blóði (sjá hér að ofan) sem kom út 6. apríl síðastliðinn. Myndbandinu leikstýrði Siggi G og fór Eva Geirdal Arnarsdóttir með aðalhlutverkið. Myndbandið hefur verið skoðað rúmlega 6.000 sinnum á Youtube. Þá hyggst rapparinn gefa út plötu í sumar. 

Hér fyrir neðan er stutt umfjöllun um lagið á Albumm.is.

Nánar: https://www.albumm.is/drengnum-minum-var-sagt-ad-eg-vaeri-vondur-madur/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing