Helgina 14. til 16. október býður Jógasetrið áhugasömum að taka þátt í sérstakri jóga-helgi. Um ræðir heila helgi með Kundalini jóga námskeiðum, möntrutónleikum og Shakti dans undir handleiðslu jógakennarans og tónlistarmannsins Benjahmin. Hægt er að mæta á einstaka viðburði eða kaupa miða sem gildir á öll námskeiðin.
Hér fyrir neðan má sjá dagskránna:
Föstudagur 14. október:
20:00-22:00 – Devotional Singing Möntrukvöld (4.000 kr.)
Möntrutónleikar með Benjahmin og Steingrími Guðmundssyni tablo leikara. Benjahmin hefur gefið út fjölda diska og er elskaður víða um veröld fyrir tonlistina sína.
Laugardag 15. október:
14:00-17:00 – Ómur lífsins (7.500 kr.)
Á þessu námskeiði munum við kanna líkamann sem hljóðfæri til að skynja þögnina, eða “shuniya”, sem er náttúrulegur hljómur tilverunnar. Þessi kyrrð tengir okkur beint við okkar andlega veg sem á endanum er veglaus slóð. Það er einmitt í gegnum þessa kyrrð og “innsæi sjálfsins” ‘sem við erum leidd áfram okkar leið. Með aðferðum Kundalini jóga, munum við kafa djúpt inn í þögnina “shuniya” og fá hjálpina við að framkalla þá uppgötvun að eðlilegt ástand okkar er einmitt þögnin. Þessi uppgötvun um “sjálfið” eða “Sat Nam”, inniber allt sem við þurfum til að sjá það sem við erum ekki. Komdu að teygja, anda, kyrja og þiggja fallega áskorun um að gefa eftir inn í hjartað og uppgötva þína innri kyrrð
Laugardag 15. október:
18:30-21:30 – Shakti Dance (7.500 kr.)
Shakti dans er “Jóga dans” – meðvitað dansflæði, grundvallað á jógafræðunum, til að vekja vitund og skilning á líkama, huga og tilfinningum. Rætur Shakti dansins liggja í vísindum og hefð Kundalini jóga eins og kennt er af Yogi Bhajan. Með einstakri blöndu af flæðandi asanas (jógastöður) og mismunandi dansstílum, er orkuflæðið örvað til að þróa list innsæis og frjálsrar hreyfingar í gegnum mystískt hugleiðsluástand. Með því að opna mjúklega fyrir flæði lífsorkunnar, eru líkami og hugur fær um að gefa eftir og finna einingu í skapandi Shakti flæði, sem gefa helgu dansformi líf.
Sunnudag 16. október:
10:30-17:30 – Að ganga á vatni (13.000 kr.)
Smakkaðu gjöfina “Prasad” að vera – Leyfðu þér að verða Prasad (gjöfin). Tjáðu hinn eilífa púls með hverjum andardrætti og finndu veruna eiga hlutdeild í ÖLLU. Við munum kanna kraftaverkið að “Að ganga á vatni.” Það gerum við með því að nota hin helgu vísindi kundalini jóga og leyfa hjartanu að gefa eftir inn í “Lifandi vilja” skaparans, Þetta kraftaverk Biblíunnar er algjörlega mögulegt en líka djúpt misskilið. Að vera meistari Hjartans og eilífur púls gjafarinnar Prasad, er hæfileikinn til að tengja við tilfinningallíkamannum en ekki drukkna í ástandi tilfinninganna. Það er gert með því að forðast andúð á tilfinningu eða sársauka því það skapar aðeins “andlegt egó″. Egóið staðsetur sig þá fyrir ofan framvindu lífsins. Þetta er hinn mjói vegur , oddur sverðsins og hin fína lína sannleikans. Kjarni tilfinninganna ER vatnið og að “Ganga á Vatni” er kraftaverkið. Það er gert með því finna tilfinningar undir fótunum, treysta hverju skrefi sem þú tekur og rjúfa ekki sambandið við snertingu fínlegrar skynjunar á milli tánna! Þannig finnur Veran sig í miðju Hjartans og verður sjálf hinn “Lifandi Vilji”. Komdu, teygðu þig, syngdu og þiggðu dásamlega áskorun þess að tengja við Kraftaverkið í þínu hjarta.
Hvað: Jóga-helgi í boði Jógasetursins
Hvar: Jógasetrið (Skipholti 50 C)
Hvenær: Helgina 14. til 16. október
Verð: 32.000 kr. (öll helgin)
Nánar: jogasetrid.is
Meðmæli:
„Benjahmin er dásamlegur kennari. Hann er hlýr og mannlegur og kemur að kennslunni frá sérstaklega auðmjúkum og jóga-hlutlausum stað. Ég læt tækifærin til að hlusta á hann kenna, syngja eða dansa með honum Shakti Dans, aldrei framhjá mér fara. Hans nálgun á Kundalini Jóga fræðunum og hans lífsspeki festa sér sess í hjarta mér á mjög einkennandi hátt í hvert skipti.“
– Hugrún Fjóla Hafsteinsdóttir