Í dag, þann 10. október 2016, sendi tónlistarmaðurinn Berndsen frá sér lagið Shaping The Grey. Lagið verður að finna á plötunni Alter Ego sem kemur út í vetur og skartar þeim Högna Egilssyni og Elínu Ey. Lagið er tileinkað bandaríska ljósmyndaranum Robert Mapplethorpe sem var þekktur fyrir svarthvítar ljósmyndir.
Listamennirnir sem komu að laginu eru svo sannarlega ekki af verri endanum: Hrafnkell Gauti Sigurðarson (gítar), Arnljótur Sigurðsson (bassi), Helgi R. Heiðarsson (saxófónn), Sveinbjörn Thorarensen (trommur, synthar), Jón Elísson (píanó), David Berndsen (gítar, synthar, söngur, texti), Elín Ey (söngur),
Högni Egilsson (söngur).
Sérstakar þakkir fá Finni fyrir Porsche-inn, JÖR fyrir fötin, Jóhannes Benediktsson fyrir drónaskotinn og Þórhallur Skúlason.