Auglýsing

Konur innan íslensku rappsenunnar blása til stórtónleika í Gamla Bíó

Viðburðir

Næstkomandi laugardag (20. janúar) ætlar viðburðarfyrirtækið Puzzy Patrol að efna til stórtónleika Hip Hop kvenna í Gamla Bíó.

Fram koma:
ALVIA
Cell7
Fever Dream 
Krakk & Spaghettí
Reykjavíkurdætur
Sigga Ey

Þar að auki verður sérstakt málþing haldið yfir daginn þar sem Laufey Ólafsdóttir fer yfir uppgang og sögu femínisma í Hip Hop heiminum og stýrir umræðum um stöðu og framtíð kvenna í dag.

Miðinn kostar 3.900 ISK og er aðgangur að málþingi og tónleikum innifalið í verðinu (ATH. 18 ára aldurstakmark).

Dagskráin er svohljóðandi:
Málþing 15:00-17:00
Tónleikar 20:00-01:00

Nánar: https://tix.is/is/event/5480/p…

Facebook-síða viðburðarins: https://www.facebook.com/event…

Þess má einnig geta að forsprakkar Puzzy Patrol – þær Ingibjörg Björnsdóttir og Vala Arnadóttir – verða gestir útvarpsþáttarins Kronik á morgun (12. janúar) á X-inu 977 en þátturinn er í loftinu á milli 18:00 og 20:00.

Áhugasamir geta kynnt sér Puzzy Patrol með því að smella á neðangreindan hlekk en líkt og fram kemur á Facebook-síðu fyrirtækisins er Puzzy Patrol viðburðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja viðburði með listakonum og femínískum talskonum til að styrkja og styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma og skapa jákvæðan umræðugrundvöll.

Nánar: https://www.facebook.com/pg/pu…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing