Orð og myndir: Síta Valrún
Fyrir nokkru fórum við í kaffi til Steinunnar Eldflaugar, betur þekkt
sem DJ Flugvél og Geimskip. Við skoðuðum uppáhalds fötin hennar
og skart. Það var ævintýraferð að gramsa í glitrandi harajuku-space -princess fataskápinn hennar Steinunnar og heyra sögur sem tengjast
uppáhalds flíkunum hennar og skarti:
Bleikur „choker“ með göddum og hangandi demanti:
„Þetta
er úr búð sem ég var alltaf að skoða á netinu. Í búðinni
starfa Hirari Ikeda og Juria Nakagawa, sem eru ákveðnar
tískufyrirmyndir í Japan … þegar ég heimsótti Japan í fyrra
þá heimsótti ég þessa búð og keypti þennan ,choker’ (ól
sem sett er um hálsinn). Það eitt að sjá búðina var eins og að
sjá eitthvað sem manni fannst ekki vera til í alvörunni; það
var mögnuð upplifun!“
Halógen
glimmerskór:
„Gulla
vinkona mín átti þessa skó. Við vorum saman með markað í
kolaportinu og alltaf þegar einhver keypti eitthvað af mér þá
keypti ég strax eitthvað af henni. Hún sagði: Steinunn, ég sé
þig alltaf fyrir mér í þessum skóm á tónleikum – og þá varð
ég auðvitað að kaupa þá og vera í þeim á tónleikum.“
Hvítt
pils með emoji kalli:
„Svo
er þessi emoji kall uppáhalds kallinn minn. Ég nota hann mest
af því að hann er alltaf ,cool’ og alltaf í góðu stuði. Ég
trúði ekki eigin augum þegar ég sá þetta pils til sölu á
netinu: uppáhalds tegundin mín af pilsi og uppáhalds emoji kallinn
minn sem kemur mér alltaf í gott skap! :)“
Heklað pils
„Frænka
mín gaf mér þetta pils. Hún heklaði það handa mér. Svo fannst
henni alltaf eitthvað vanta. Einn daginn var hún að skoða pilsið,
þá gengur dóttir hennar inn, 6 ára gömul, og spyr: Mamma, hvar
er gullið? Og þá bætti hún gulli í pilsið :D“
Appelsínugult
loðvesti
:
„Magga
Stína gaf mér þetta loðvesti þegar ég var 13 ára gömul. Þetta
var það flottasta sem ég hafði séð. Þegar ég mætti í því
í skólann komu nokkrir krakkar úr 9. og 10. bekk upp að mér og
sögðu: Ef þú kemur aftur í þessu vesti í skólann – þá
verður þú barin! Ég þorði því ekki að ganga í því aftur
fyrr en ég var hætt í Hagaskóla og komin í MH. Seinna, þegar ég
var 16 ára og nýbyrjuð í MH, var vinur minn að koma í heimsókn
eitt kvöldið. Hann vissi ekki hvar hann ætti að fara út úr
strætó svo ég sagði við hann: Engar áhyggjur, ég verð í
strætóskýlinu, í appelsínugulu loðvesti, hoppandi, svo að þú
hlýtur að sjá mig og þar ferðu út. Þetta virkaði ;)“
„Uppáhalds
skórnir mínir eru bjána-sandalarnir. Þetta eru gamlir x-18
sandalar.“
Stjörnupeysa:
„Peysan með
stjörnunum er í uppáhaldi vegna þess að ég elska geiminn og það
eru stjörnur á peysunni.
„Þetta
hárband er í miklu uppáhaldi; hárbandið breytir um lit. Ég var
einu sinni að búa til listaverk sem var svona
geim-leðurblöku-risaeðludýr sem lýsir í myrkri. Þetta var
efnið sem ég notaði í vængina á dýrinu. Svo var smá afgangur
sem ég notaði til þess að búa til þetta hárband. Alltaf þegar
ég er með það þá segir einhver við mig: Vá! Flott hárband!
:D“
Myndir: Síta Valrún