Kronik
Nýjasta þáttur KronikTV var gefinn út á Youtube í dag (sjá hér fyrir ofan) en í þættinum spjalla umsjónarmenn útvarpsþáttarins Kronik – þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff – við rapparana JóaPé og Króla. Fylgdu þeir tvíeykinu meðal annars í sjónvarpsþáttinn Vikuna með Gísla Marteini þar sem tvíeykið sat fyrir spurningum Gísla Marteins ásamt söngvaranum Bubba Morthens.
Líkt og fram kemur í viðtalinu átti Króli gott samtal við Bubba í kjölfar þáttarins þar sem þeir spjölluðu um „allt og ekkert:“:
„Hann gaf mér númerið sitt og við áttum mjög gott spjall, um allt og ekkert. Ég lít ótrúlega mikið upp til þessa karakters, þessa manns … hann er æðislegur. Frábær. Algjör hugsjónamaður og við lærðum mikið af honum – á þessum klukkutíma sem við spjölluðum saman.“
– Króli (Kristinn Óli Haraldsson)
JóiPe og Króli eru vafalaust nýliðar ársins 2017 hvað íslenskt Hip Hop varðar en lagið þeirra B.O.B.A. hefur verið spilað ca. 1.5 milljón sinnum á Spotify.