Auglýsing

Fjórar bandarískar konur bregðast við Úlf Úlf

Síðastliðnar tvær vikur hefur SKE birt tvö myndbönd þar sem Bandaríkjamennirnir Curls og Marc, sem stýra Youtube rásinni Cream Clout, bregðast við íslensku rappi.

Nú virðist sem svo að þetta sé orðið að einskonar „trendi-i“ meðal Bandaríkjamanna, sumsé að bregðast við íslenskri rapptónlist – en Youtube rásin Barely Vloggers birti ofangreint myndband í dag þar sem Rose og Princess horfa á myndbandið við lagið Brennum allt eftir Úlf Úlf og Kött Grá Pje ásamt tveimur vinkonum.

Það er ýmislegt sem stendur upp úr hvað athugasemdir Barely Vloggers varða; á einum tímapunkti til dæmis er Arnari Frey Frostasyni líkt við Shia Lebouf. Verður þetta að teljast sérdeilis fyndið í samhengi þess að Curls og Marc voru á því að Helgi Sæmundur væri alveg eins og Matt Damon; glöggt er gests augað.

Hér fyrir neðan má svo sjá Curls og Marc (Cream Clout) horfa á Úlf Úlf og GKR:

https://ske.is/grein/tveir-band…

https://ske.is/grein/tveir-band…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing