Auglýsing

Stephen Colbert telur upp allar ástæðurnar fyrir vanhæfni Trump

Í fyrradag (25. mars) gerði bandaríski grínistinn Stephen Colbert—umsjónarmaður spjallþáttarins The Late Show—sér lítið fyrir og taldi upp allar ástæðurnar fyrir vanhæfni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna (sjá hér að ofan, ca. 14:08). 

Markmið upptalningarinnar var, að svo virðist, að minna áhorfendur á að þrátt fyrir þá staðreynd að sérstakur saksóknari, Robert Mueller—sem skilaði skýrslu um niðurstöðu rannsóknar á meintum tengslum Trump við Rússa (og íhlutun þeirra í bandarísku forsetakosningarnar árið 2016)—hafi komist að þeirri niðurstöðu að Trump hafi ekki staðið í leynimakki við Rússa þá hefur forsetatíð Trump varla verið til fyrirmyndar. 

Eins og sjá má var listinn heldur langur og lestirnir misgrófir: allt frá því að hafa kallað nasista hið fínasta fólk og yfir í það að hafa skemmt Kanye West. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing