Rúmur mánuður er liðinn frá því að rapparinn Joey Christ gaf út myndband við lagið Joey Cypher en lagið skartar röppurunum Herra Hnetusmjör, Aroni Can og Birni.
Hvað íslensk rapplög varða má segja að Joey Cypher sé að öllum líkindum lag sumarsins; frá því að myndbandið kom út hefur það safnað tæplega 190.000 „views“ á Youtube.
Aðeins tvö myndbönd við íslensk rapplög geta státað sig af þesskonar vinsældum í ár: Fullir vasar og Þetta má.
Vinsælustu íslensku rappmyndböndin árið 2017 (10. júlí 2017):
Fullir vasar (Aron Can) – 299,175
Þetta má (Emmsjé Gauti feat. Herra Hnetusmjör) – 244,331
Joey Cypher (Joey Christ feat. Aron Can, Hnetusmjör og Birnir) – 188,315
Ár eftir ár (Herra Hnetusmjör) – 109,754
Bróðir (Úlfur, Úlfur) – 71,683
Ekki switcha – 67,365
Lagið Joey Cypher er að finna á mixteipinu Joey sem Joey Christ gaf út á Spotify í dag (11. júlí). Mixteipið inniheldur níu lög og á annan tug gestarappara koma við sögu á plötunni, þar á meðal Birnir, Yng Nick, Floni, Aron Can, Alvia, Herra Hnetusmjör, Krabba Mane, Geisha Cartel og Sturla Atlas.
Athygli vekur einnig að tvíeykið 1985! – sem samanstendur af þeim Dóra DNA og Danna Deluxe – hafa afskipti af lokalagi plötunnar, Gella Megamix.
Við fyrstu hlustun eru lögin Túristi ásamt Birni, Ísvélin ásamt Sturlu Atlas og fyrrnefnt Gella Megamix í sérstöku uppáhaldi.
2. Túristi
6. Ísvélin
9. Gella Megamix
Þess má geta að aðeins er ein vika liðin frá því að Joey Christ gaf út sína fyrstu hljóðversplötu, Anxiety City, en ólíkt lögunum á mixteipinu Joey eru öll lögin á breiðskífunni Anxiety City á ensku.