10 ár eru liðin frá því að ein bestu sjónvarpsmistök sögunnar áttu sér stað í BBC þegar furðuleg röð tilviljanna varð til þess að viðtal var tekið við viðskiptafræðinginn Guy Goma frá Kongó í beinni útsendingu á BBC – fyrir algjör mistök.
Atburðarásinn var einhvern veginn svona:
Þann 8. maí 2006 beið Guy Goma í móttöku BBC eftir væntanlegu starfsviðtali, en hann hafði sótt um vinnu sem gagnahreinsir. Á sama tíma var breski tæknisérfræðingurinn Guy Kewney einnig í móttökunni, en sá var á leiðinni í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu varðandi yfirvofandi lögsókn gegn Apple Computers og Apple Corps.
Í móttökunni kom sjónvarspframleiðandi að máli við herra Goma og spurði hvort að hann væri ekki örugglega Guy. Herra Goma svaraði að sjálfsögðu játandi.
Var honum í kjölfarið fylgt rakleiðis inn í hljóðver News 24 þar sem hann var beðinn um að fá sér sæti. Síðan var neðangreint viðtal við hann tekið varðandi fyrrgreinda lögsókn í beinni útsendingu.
Svipurinn á Guy Goma þegar hann áttar sig á þessum mistökum er stórkostlegur, en hann reynir að bjarga sér út úr málunum eftir bestu getu. Mikil synd þykir að hann hafi ekki verið ráðinn sem gagnahreinsir eftir þessa stórbrotnu frammistöðu.
Á meðan á viðtalinu stóð sat Guy Kewney í móttöku BBC og fylgdist með viðtalinu undrandi á svip.
Actually, if you can go everywhere you’re gonna see a lot of people downloading through Internet and the website, everything they want. But I think it is much better for the development and…eh…to inform people what they want, and to get on the easy way, and so faster if they are looking for.“
– Guy Goma