Auglýsing

„Eintóm ljóð héðan í frá.“

Íslenskt

Atli Sigþórsson, betur þekktur sem rapparinn Kött Grá Pje, hefur sagt skilið við rappið í bili en þetta tilkynnti hann aðdáendum sínum á Twitter í gær (9. júlí):

„Kött Grá Pje er hætt sem rapp act. Fuck það. Skrifa og flyt eintóm ljóð héðan í frá. Takk fyrir mig. “

– Kött Grá Pje

Í samtali við Nútímann í gær var allur vafi tekinn af:

Nánar: https://nutiminn.is/kott-gra-pj…

 Ég er „orðinn gamall karl og nörd — þarf að gera annað. Semja sjónvarpsþætti til dæmis.“

– Kött Grá Pje

Einnig hafði blaðamaður Vísis samband við rapparann en þar kemur fram að rapparinn ætli að einbeita sér að öðrum hliðum listarinnar: 

„Ég var búinn að vera að velta þessu fyrir mér og þetta varð ofan á, að þetta væri málið … já, ég ætla bara að skrifa, skrifa bækur. Ég er búinn að klára handrit að bók sem á að koma út núna í haust hjá Bjarti.“

– Kött Grá Pje

Nánar: https://www.visir.is/g/20171707…

SKE kveður þennan mikla listamann í bili með endurhljóðblandaðri útgáfu af laginu Trilljón Skötur að ógleymdu laginu Brennum allt – en lagið geymir án vafa eitt beittasta erindi íslensku rappsögunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing