Hollenska tryggingarfyrirtækið Centraal Beheer sendi frá sér nýja auglýsingu í fyrradag, en auglýsingin er hluti af herferð sem hefur staðið yfir í 30 ár. Auglýsingin var framleidd af DDB & Tribal Worldwide, Amsterdam, sem hefur starfað fyrir tryggingarfélagið síðastliðin 30 ár.
Óhætt er að segja að auglýsingin hafi slegið rækilega í gegn en þegar hafa hálf milljón manns horft á myndbandið (Ameríkanar heimta meira að segja að auglýsingin verði spiluð í sjónvarpinu vestan hafs).
Dylan de Backer, listrænn stjórnandi hjá DDB & Tribal Worldwide, sagði í viðtali eftir að auglýsingin kom út:
Það er frábært að hafa fengið tækifærið til þess að vinna með Centraal Beheer Achmea í öll þessi ár og að hafa skapað þessa nú goðsagnakenndu herferð.
– Dylan de Backer