Á morgun, laugardaginn 24. september, hefst nýr árlegur viðburður á Prikinu sem ber heitið NÍA og er haldinn í samstarfi við Thule. Einn af forsprökkum viðburðsins er Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem DJ B-Ruff, en hann hafði þetta að segja:
„Um er að ræða haustfögnuð sem ber nafnið NÍA. Fyrir flesta er haustið upphaf á einhverju nýju: skóli, vinna, vinir og rútína. NÍA er viðburður þar sem ferskustu plötusnúðarnir og tónlistarfólkið kemur fram hverju sinni.“
– Benni B-Ruff
NÍA hefst laugardagskvöldið klukkan 11:00 og teygir sig svo í gegnum aðfaranótt sunnudags.
Fram koma:
11:00 – 00:00 SXSXSX
00:00 – 01:00 – KARÍTAS
01:00 – 01:45 – YOUNG NAZARETH
01:45 – 02:30 – SPEGILL / HERRA HNETUSMJÖR
02:30 – 03:15 – B-RUFF / GKR / EMMSJÉ GAUTI.
03:15 – 04:00 – LOGI PEDRO
04:00 – 04:30 – KOCOON
Nánar: https://www.facebook.com/events/1099340736769094/
SKE hvetur alla til þess að láta sjá sig.
„Ég djamma eins og ég eigi afmæli!“