Auglýsing

„Gaf strax grænt ljós á útgáfu.“

Fréttir

15. mars síðastliðinn gaf hljómsveitin Emigrate—sem gítarleikari hljómsveitarinnar Rammstein, Richard Z. Kruspe, stofnaði árið 2005—út stuttskífuna War (sjá hér að neðan). Titill plötunnar er viðeigandi þar sem skífan geymir fimm útgáfur af sama laginu, sumsé War, eftir fimm mismunandi listamenn (ásamt upprunalegu útgáfu lagsins).  

(Lagið samdi Kruspe árið 2002 þegar hann bjó í New York og fylgdist með innrás bandalags viljugra þjóða („coalition of the willing“) í Írak. Bandaríkin voru þar í broddi fylkingar.)

Meðal þeirra sem lögðu hönd á plóg var hinn íslenski Joseph Cosmo, betur þekktur sem Seint. Í samtali við SKE vísaði Seint í örlagaríkt símtal frá vinum sínum Gunnari og Benna úr harðkjarnasveitinni Une misere:

„Þeir tjáðu mér að upptökustjóri þeirra, Sky, væri á höttunum eftir færum einstaklingi til að endurgera lag fyrir engan annan en Richard Z. Kruspe úr Rammstein. Þá höfðu strákarnir leyft Sky að heyra endurhljóðblandaða útgáfu af lagi sem ég gerði fyrir Une misere árið 2017—og líkaði honum það mjög. Þetta var afar spennandi en, á sama tíma, mjög stressandi verkefni. Tíminn sem ég fékk var naumur og því varð ég að ganga strax í málið. Nokkrum dögum síðar var lagið tilbúið. Í fyrstu var ég ekki alveg viss hvernig Richard myndi taka í þetta, þar sem ég bætti eigin erindi við lagið. Það hefur þó greinilega fallið í kramið hjá honum þar sem hann gaf strax grænt ljós á útgáfu.“

– Joseph Muscat (Seint)

Þá viðurkennir Seint að hafa litið mikið upp til meðlima Rammstein þegar hann var yngri. 

„Ég sá sveitina spila í Höllinni þegar ég var 13 ára gamall. Um svipað leyti var ég að stíga mín fyrstu skref í þungarokkinu og var með stjörnur í augunum þegar ég barði þessa menn augum. Það er því einstaklega gaman, nú 17 árum síðar, að fá tækifæri til að starfa með einum þeirra.“

Þess má geta að hljómsveitin Rammstein verður í fullu fjöri árið 2019; sjöunda hljóðversplata sveitarinnar er væntanleg í apríl og hyggst Rammstein fylgja útgáfunni eftir með því að halda í stærsta tónleikaferðalag ferilsins, eins og blaðamaður Kerrang orðaði það.

Nánar: https://www.kerrang.com/featur…

Hér fyrir neðan er svo myndband Emigrate við lagið War. 

Hér er svo platan IV sem Seint gaf út í byrjun mars. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing