Myndbönd / Kómík
Yfir 12 milljón manns eru áskrifendur að Youtube rás breska internet stjörnunnar KSI. KSI er aðallega þekktur fyrir það að spila tölvuleiki á borð við FIFA á netinu, ásamt því að vera grínisti og leikari. Fyrir fáeinum dögum síðan spilaði hann „Ég hef aldrei“ með foreldrum sínum og hefur myndbandið vakið talsverða lukku á meðal aðdáenda hans. Allar spurningarnar voru sendar inn í gegnum Twitter. Þetta er djarft.