Í sjöunda þætti vefseríunnar Sýrland Sessions flytur tvíeykið Ylja lagið Heyr himna smiður (sjá hér að ofan): falleg útgáfa af lagi sem var kosið Verk þjóðarinnar í fyrra. Lagið er jafnframt að finna á plötunni Dætur sem Ylja gaf út í fyrra.
Þó svo að lagið sé ekki frumsamið er engu að síður ákveðið sköpunarferli sem felst í því að útsetja upp á nýtt:
„Það er alveg ákveðið sköpunarferli í því að útsetja lagið upp á nýtt. Við lágum alveg yfir því svolítið lengi og fengum Guðmund Óskar, sem tók upp plötuna með okkur, til þess að hjálpa okkur.“
– Guðný Gígja Skjaldardóttir
Hér fyrir neðan er svo myndband af Elínu Sif í Sýrland Sessions.